← "Lokið nú bókunum." Baldur verður að kalla því að nú eru allir að tala um sumarfríið sitt. 🔊
← "Ég líka," segir Tína. "Þá getum við orðið samferða. Ég fer líka alein." 🔊
← Hann tekur ekki eftir því að hún er orðin föl. Rósa er bílveik. Henni er illt í maganum. Hún þarf að kasta upp. Hún heldur hendinni fyrir munninn og hleypur til Bóa. 🔊
← "Það á að vera útihátíð hér í dag," segir Elsa frænka. "Hátíðin verður á torginu hjá skólanum." 🔊
← "Jú, við skulum fara eftir mat. En klukkan 4 kemur Anna. Þá verðum við að vera komnar heim. Hún ætlar að sofa hjá okkur í nótt. Þið eigið að sofa í litla herberginu." 🔊
← Þetta verður Anna að fá að heyra. "Anna, Anna!" Anna steinsefur. "Anna!" segir Tína aftur og togar í handlegginn á henni. 🔊
← Tína lítur á úrið sitt. Klukkan er 5. Þá verður hún að fara aftur í rúmið. 🔊
← "Magga frænka er orðin veik," segir hún, "og ég verð að fara til hennar og passa börnin hennar". 🔊
← Mér þykir það leiðinlegt en þú verður víst að fara heim í dag, Tína." Hún klappar Tínu á kinnina. "Þú verður að koma til mín þegar ég kem heim aftur." 🔊
← "Rósa grenjaði bæði í gær og í dag. Hún vill fara til mömmu. Og nú verð ég að fara með hana heim," segir Bói. 🔊